spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær og Zaragoza á sigurbraut í ACB deildinni

Tryggvi Snær og Zaragoza á sigurbraut í ACB deildinni

Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu Real Betis í dag í ACB deildinni á Spáni, 67-83.

Eftir sex leikja taphrinu í upphafi móts viðast Zaragoza vera ná vopnum sínum í deildinni. Lögðu Real Madrid nú fyrir landsleikjahlé og Real Betis í dag, en þeir eru sem stendur í 16. sæti deildarinnar með tvo sigra og sex töp.

Á tæpum 11 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 3 stigum, 6 fráköstum og stoðsendingu.

Næsti leikur Tryggva og Zaragoza er þann 26. nóvember gegn Bilbao.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -