spot_img
HomeFréttirTryggvi Snær og Rut Herner best á Akureyri

Tryggvi Snær og Rut Herner best á Akureyri

 

Tryggvi Snær Hlinason og Rut Herner Konráðsdóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokka Þórs í körfubolta leiktíðina 2016-2017 á lokahófi sem haldið var á laugardagskvöld.

 

Þá voru þau Erna Rún Magnúsdóttir og Sindri Davíðsson valin bestu varnarmenn meistaraflokka.

 

Efnilegustu leikmenn meistaraflokka voru valin þau Hrefna Ottósdóttir og Ragnar Helgi Friðriksson.

 

Karlalið Þórs spilaði sem nýliðar í Dominos deild karla og enduðu í 8. sæti deildarinnar. Það tryggði þeim í úrslitakeppnina en Þór féll úr leik gegn Íslandsmeisturum KR með 3-0 tapi í einvíginu. Kvennaliðið varð deildarmeistarar í 1. deild kvenna en tapaði úrslitaeinvíginu um laust sæti í Dominos deild kvenna að ári gegn Breiðablik. 

 

 

 

 

Myndir: Palli Jóh

Fréttir
- Auglýsing -