spot_img
HomeFréttirTryggvi Snær og Elvar Már leiddu undankeppnina í helstu tölfræðiþáttum

Tryggvi Snær og Elvar Már leiddu undankeppnina í helstu tölfræðiþáttum

Íslenska karlalandsliðið rétt missti af sæti á lokamóti HM 2023 eftir þriggja stiga sigur gegn Georgíu í Tíblisi síðasta sunnudag. Ísland jafnt Georgíu að sigrum og innbyrðisstöðu í riðlinum, en vegna heildarstigatölu varð það Georgía sem fór áfram en ekki Ísland.

Hérna eru fréttir af HM 2023

Árangur Íslands í þessari keppni sögulegur fyrir þjóðina, en aldrei áður hefur liðið verið jafn nálægt sæti á lokamóti HM. Þó Ísland hafi ekki náð að uppskera sæti á lokamótinu fær liðið uppfærslu í styrkleikalistum að launum fyrir frammistöðuna, beint aðgengi að riðlakeppni undankeppni EuroBasket og í fyrsta skipti áunnið sæti í undankeppni Ólympíuleika.

Leikmenn liðsins voru margir frábærir á löngum köflum þessarar undankeppni. Tölfræðilega eru þó tveir sem bera af, ekki aðeins öðrum leikmönnum Íslands, heldur í undankeppninni í heild.

Í heildarframlagi leiddi Tryggvi Snær Hlinason alla leikmenn í keppninni með 22.8 framlagsstig að meðaltali í leik. Honum næstur var hinn georgíski Giorgi Shermadini næstur með 21.9 og Ludvig Hakanson frá Svíþjóð í því þriðja með 21.5 framlagsstig í leik.

Stig að meðaltali í leik leiddi Elvar Már Friðriksson með 20.7, Ludvig Hakanson frá Svíþjóð var í öðru með 20.5 og Tornike Shengelia frá Georgíu var í því þriðja með 19.5 stig að meðaltali í leik.

Fráköst að meðaltali í leik leiddi svo Tryggvi Snær með 10, Johannes Voigtman frá Þýskalandi var í öðru með 9.7 fráköst og hinn sænski Simon Birgander var í þriðja með 9.5 fráköst að meðaltali í leik.

Tryggvi Snær leiddi keppnina líka í vörðum skotum með 2.2 að meðaltali í leik, jafn mörg og Aleksander Balcerowski frá Póllandi og Simon Birgander frá Svíþjóð var í því þriðja með 1.6 varin skot að meðaltali í leik.

Hérna er hægt að skoða tölfræði leikmanna

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -