spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær og Bilbao lutu í lægra haldi gegn Malaga

Tryggvi Snær og Bilbao lutu í lægra haldi gegn Malaga

Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao töpuðu fyrir Unicaja Malaga í ACB deildinni á Spáni í dag, 101-84.

Á tæpum 20 mínútum spiluðum skilaði Tryggvi fjórum stigum, þremur fráköstum og stoðsendingu.

Það sem af er tímabili hefur Bilbao unnið níu leiki og tapað fjórtán, en þeir eru nokkuð langt frá því að geta unnið sér sæti í úrslitakeppni og þá eru þeir einnig nokkuð langt frá fallbaráttu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -