spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær og Bilbao áfram í undanúrslit FIBA Europe Cup

Tryggvi Snær og Bilbao áfram í undanúrslit FIBA Europe Cup

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao eru komnir áfram í undanúrslit FIBA Europe Cup eftir sigur í seinni leik 8 liða úrslita gegn Legia Warszawa, 81-53. Fyrri leiknum hafði Bilbao tapað 83-64 og náðu því að vinna einvígið í heild með 9 stigum.

Tryggvi lék 12 mínútur í leik kvöldsins og skilaði á þeim 9 stigum, 4 fráköstum og 2 vörðum skotum.

Í undanúrslitum mun Bilbao mæta Chemitz Niners frá Þýskalandi, en þeir lögðu fyrrum félaga Tryggva í Zaragoza í 8 liða úrslitunum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -