spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær og Bilbæingar máttu þola tap í Þýskalandi

Tryggvi Snær og Bilbæingar máttu þola tap í Þýskalandi

Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao máttu þola sitt fyrsta tap í kvöld í FIBA Europe Cup þegar liðið laut í lægra haldi gegn Gottingen í Þýskalandi, 82-80. Þrátt fyrir tapið er Bilbao í efsta sæti síns riðils þegar tvær umferðir eru eftir, en efstu tvö lið hvers riðils komast áfram í 8 liða úrslit keppninnar.

Tryggvi Snær lék rúmar 14 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 8 stigum, 2 fráköstum, stoðsendingu og 2 stolnum boltum.

Næsti leikur Bilbao í keppninni er þann 31. janúar gegn Porto heima á Spáni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -