spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær öflugur í sigri Zaragoza

Tryggvi Snær öflugur í sigri Zaragoza

Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu Breogan í dag í ACB deildinni á Spáni, 79-75.

Það sem af er tímabili hefur Zaragoza unnið þrjá leiki og tapað fjórum, en þeir eru í 13. sæti deildarinnar.

Á tæpum 22 mínútum spiluðum skilaði Tryggvi Snær 9 stigum og 5 fráköstum, þá var hann með hæstu +- tölu Zaragoza í leiknum, en Zaragoza vann þær mínútur sem hann spilaði með 16 stigum.

Næsti leikur Zaragoza í deildinni er þann 30. október gegn Gran Canaria.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -