spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær öflugur í mikilvægum sigri Zaragoza

Tryggvi Snær öflugur í mikilvægum sigri Zaragoza

Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu Fuenlabrada í kvöld í ACB deildinni á Spáni, 71-85.

Zaragoza er eftir leikinn í 15. sæti deildarinnar með fimm sigra og 14 töp það sem af er tímabili, en sigur kvöldsins var mikilvægur þar sem hörð barátta er við botn deildarinnar, en þeir eru nú tveimur sigrum fyrir ofan liðin í fallsætum.

Á 22 mínútum spiluðum í leiknum var Tryggvi með 9 stig, 3 fráköst og 4 varin skot.

Næsti leikur Zaragoza í deildinni er eftir landsleikjahléið, þann 4. mars gegn Barcelona.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -