Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza máttu þola fjögurra stiga tap í dag gegn Malaga í ACB deildinni á Spáni, 70-74.
Á tæpum 19 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 8 stigum, 3 fráköstum, stoðsendingu og 2 vörðum skotum.
Sem áður er Zaragoza í einskismannslandi í ACB deildinni, í 13. sætinu með 10 sigra, nokkuð langt frá sæti í úrslitakeppninni og á sama tíma næstum öruggir með sæti sitt í deildinni.