spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær með tólf gegn Murcia

Tryggvi Snær með tólf gegn Murcia

Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao máttu þola tap í kvöld gegn Murcia í ACB deildinni á Spáni, 96-76.

Tryggvi Snær lék rúmar 20 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 12 stigum, 4 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 vörðum skotum.

Eftir leikinn er Bilbao í 12. sæti deildarinnar með átta sigra og tólf töp, en ætli þeir sér að komast í úrslitakeppnina verða þeir að ná 8. sætinu, þar sem Tenerife situr nú með ellefu sigra.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -