spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær með blokkpartý í Europe Cup

Tryggvi Snær með blokkpartý í Europe Cup

Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu í kvöld Hapoel Gilboa Galil í framlengdum leik í FIBA Europe Cup, 90-91.

Það sem af er hefur Zaragoza unnið einn leik og tapað einum í kepninni.

Á rúmum 15 mínútum spiluðum skilaði Tryggvi Snær 6 stigum, 5 fráköstum, stoðsendingu, stolnum bolta og fimm vörðum skotum.

Næsti leikur Zaragoza í Europe Cup er gegn Reggio Emilia komandi miðvikudag 27. október.

Tölfræði leiks

Upptaka af leiknum:

Fréttir
- Auglýsing -