Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza máttu þola tap í dag fyrir Baskonia í ACB deildinni á Spáni, 91-59.
Zaragoza eru eftir leikinn í 14.-15 sæti deildarinnar með 34 stig líkt og Consur Betis.
Á tæpum 19 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 8 stigum og 3 fráköstum.
Næsti leikur Tryggva og Zaragoza er þann 10. maí gegn Morabanc Andorra.