spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær með 13 stig gegn Valencia

Tryggvi Snær með 13 stig gegn Valencia

Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza máttu þola tap í dag fyrir liði Martins Hermannssonar Valencia í ACB deildinni á Spáni, 88-76.

Zaragoza eru eftir leikinn í 15. sæti deildarinnar með 4 sigra og 13 töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi 13 stigum, 5 fráköstum og 4 vörðum skotum. Sem fyrr er Martin frá vegna meiðsla hjá Valencia, en hann hefur ekkert leikið á tímabilinu.

Næsti leikur Zaragoza í deildinni er þann 29. janúar gegn Real Betis.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -