spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær með 100% skotnýtingu gegn Real Madrid

Tryggvi Snær með 100% skotnýtingu gegn Real Madrid

Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza máttu þola tap í dag í 30. umferð ACB deildarinnar á Spáni fyrir Real Madrid, 93-86.

Tryggvi Snær átti flottan leik þrátt fyrir tapið, skilaði 10 stigum, 3 fráköstum og 3 vörðum skotum á tæpum 22 mínútum spiluðum, en hann var með 100% skotnýtingu í leiknum. Setti hann öll þrjú skot sín af vellinum, sem og þau fjögur víti sem hann tók í leiknum.

Zaragoza eru eftir leikinn enn fyrir ofan fallsvæði deildarinnar, í 13. sæti af 18 með 37 stig.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -