Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao lögðu Lleida í ACB deildinni á Spáni í dag, 93-75.
Á rúmum 23 mínútum spiluðum í leiknum var Tryggvi Snær með 14 stig, 10 fráköst, 2 stoðsendingar og 3 varin skot, en skotnýting hans í leiknum var 100% og var hann því framlagshæstur á vellinum með 25 framlagsstig fyrir frammistöðuna.
Eftir leikinn er Bilbao í 8. sæti deildarinnar með fimm sigra og fimm töp það sem af er deildarkeppni.



