spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær laut í lægra haldi gegn sínum gömlu félögum

Tryggvi Snær laut í lægra haldi gegn sínum gömlu félögum

Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza máttu þola tap í kvöld fyrir Monbus Obradoiro í ACB deildinni á Spáni, 87-82.

Tryggvi var að leika gegn sínum gömlu félögum, en hann var á láni frá Valecia hjá liðinu leiktíðina 2018-19.

Zaragoza eru eftir leikinn í 13. sæti deildarinnar með fjóra sigra og 7 töp það sem af er tímabili.

Á um 11 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi 6 stigum og 3 fráköstum.

Næst mun Tryggvi halda til móts við íslenska landsliðið sem á leiki gegn Hollandi og Rússlandi, en næsti leikur hans og Zaragoza í ACB deildinni er ekki fyrr en 4. desember gegn stórliði Real Madrid.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -