spot_img
HomeFréttirTryggvi Snær íþróttakarl Þórs 2016

Tryggvi Snær íþróttakarl Þórs 2016

Þór Akureyri veitti í kvöld viðurkenningar þeim íþróttamönnum sem skarað hafa framúr á árinu sem nú er að líða. Athöfnin fór fram með pompi og prakt á Akureyri. 

 

Tryggvi Snær Hlinason og Unnur Lára Ásgeirsdóttir voru valin körfuboltafólk Þórs Akureyri á árinu 2016. Unnur hefur verið lykilmaður í liði Þórs á árinu í 1.deild kvenna. Þór Akureyri er í öðru sæti deildarinnar er haldið var í jólafrí og er í baráttu um að komast upp um deild. Unnur er með 16,6 stig að meðaltali í leik og er stigahæst í liðinu það sem af er tímabils. 

 

Tryggvi Snær Hlinason var einnig valinn íþróttakarl Þórs Akureyri í kvöld. Tryggvi er mikilvægur leikmaður í liði Þórs sem komst uppí Dominos deildina á árinu eftir að hafa sigrað 1. deild karla. Hann hefur farið vel af stað í deildinni með 9,5 stig og 6,2 fráköst að meðaltali í leik það sem af er.

 

Auk þess var hann valinn í A-landsliðið sem tryggði sér þátttöku á Eurobasket á næsta ári og þá var hann í U-20 landsliðinu sem komst í A-riðil á árinu. Þetta og fleira afrekaði Tryggvi á árinu en hann er eingöngu 19 ára gamall og hefur þegar hlotið mikla athygli erlendra liða. 

 

 

 

Mynd / Thorsport.is

Fréttir
- Auglýsing -