spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær hafði betur gegn sínu gömlu félögum á Spáni

Tryggvi Snær hafði betur gegn sínu gömlu félögum á Spáni

Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu Monbus Obradoiro í kvöld í ACB deildinni á Spáni, 80-73.

Segja má að Tryggvi hafi haft betur gegn sínu gömlu félögum, en hann var hjá Obradoiro tímabilið 2018-19 á láni frá Valencia.

Eftir leikinn er Zaragoza í 15.-17 sæti deildarinnar með 30 stig líkt og Andorra og Burgos

Á 12 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær frákasti og stolnum bolta.

Næsti leikur Tryggva og Zaragoza er þann 16.apríl gegn stórliði Barcelona.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -