spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær framlagshæstur í sigri Evrópumeistara Bilbao

Tryggvi Snær framlagshæstur í sigri Evrópumeistara Bilbao

Tryggvi Snær Hlinason og Evrópumeistarar Bilbao lögðu BC Prievidza í Slóvakíu í kvöld í FIBA Europe Cup, 46-83.

Tryggvi Snær lék aðeins tæpar 13 mínútur í þessum örugga sigri liðsins í kvöld og skilaði á þeim 13 stigum, 7 fráköstum, stoðsendingu og 2 vörðum skotum.

Bilbao er nú í annarri umferð keppninnar þar sem þeir eru með tvo sigra í jafn mörgum leikjum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -