spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær frákastahæstur í spennusigri gegn Baskonia

Tryggvi Snær frákastahæstur í spennusigri gegn Baskonia

Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao lögðu Baskonia í ACB deildinni á Spáni í dag, 82-80.

Tryggvi Snær átti fínan leik fyrir Bilbao, lék 17 mínútur, setti 6 stig, tók 8 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og varði 2 skot, en hann var frákastahæstur í liði Bilbao.

Sigurinn í dag var nokkuð stór fyrir úrslitakeppnisdrauma Bilbao. Þeir eru eftir leikinn í 11. sætinu með 11 sigra, fjórum sigurleikjum fyrir neðan Manresa sem eru í 8. sætinu, en 8 leikir eru eftir af deildarkeppninni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -