spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær frábær í sigri Zaragoza

Tryggvi Snær frábær í sigri Zaragoza

Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu í kvöld Real Betis í ACB deildinni á Spáni, 82-72.

Eftir leikinn eru Zaragoza í 10.-11. sæti deildarinnar með fjóra sigra og tvö töp það sem af er líkt og Manresa.

Tryggvi Snær var framlagshæsti leikmaður Zaragoza í leiknum þrátt fyrir að hafa spilað aðeins um 13 mínútur, en hann skilaði 11 stigum og 6 fráköstum.

Næsti leikur Zaragoza í deildinni er þann 13. nóvember gegn Joventut Badalona.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -