spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær frá næsta hálfa mánuðinn

Tryggvi Snær frá næsta hálfa mánuðinn

Lið Tryggva Snæs Hlinasonar Bilbao lagði Gottingen í fyrsta leik sínum í annarri umferð riðlakeppni FIBA Europe Cup í kvöld, 75-73. Tryggvi var þó fjarri góðu gamni sökum meiðsla líkt og í síðasta deildarleik Bilbao í ACB deildinni á Spáni.

Samkvæmt Tryggva mun um smávægileg meiðsl vera að ræða, þar sem hann hafi misstigið sig og verði því að hvíla, en gert sé ráð fyrir að hann verði aftur kominn í búning Bilbao eftir tvær vikur.

Bilbao hafa farið afar vel af stað í FIBA Europe Cup þetta tímabilið, en fyrir fyrsta sigur kvöldsins í annarri umferðinni hafði liðið farið taplaust í gegnum fyrri hluta riðlakeppninnar. Næsti leikur þeirra í keppninni er þann 12. desember gegn Porto í Portúgal.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -