spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær atkvæðamikill í öðrum sigurleik Zaragoza í röð

Tryggvi Snær atkvæðamikill í öðrum sigurleik Zaragoza í röð

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Casademont Zaragoza lögðu í kvöld lið Bilbao í ACB deildinni á Spáni, 76-100. Zaragoza því unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins, en í fyrstu umferð lögðu þeir Baxi Manresa.

Á rúmum 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 11 stigum og 9 fráköstum, en hann var með 83% skotnýtingu.

Það er stutt á milli leikja í deildinni hjá Zaragoza þessa dagana, en næst eiga þeir leik gegn Burgos komandi laugardag 25. september.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -