spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær atkvæðamikill fyrir Zaragoza í Europe Cup

Tryggvi Snær atkvæðamikill fyrir Zaragoza í Europe Cup

Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu Reggio Emilia í kvöld í lokaleik riðlakeppni FIBA Europe Cup, 82-77.

Zaragoza unnu því tvo leiki en töpuðu fjórum í riðlakeppninni, enda í þriðja sæti D riðils og komast því ekki áfram í aðra umferð.

Á rúmum 15 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi 9 stigum, 6 fráköstum, stoðsendingu og 2 vörðum skotum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -