spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær atkvæðamestur í Rúmeníu

Tryggvi Snær atkvæðamestur í Rúmeníu

Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao lögðu Sibiu í kvöld í FIBA Europe Cup, 68-73.

Á tæpum 27 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 8 stigum, 7 fráköstum, 4 stoðsendingum, stolnum bolta og 2 vörðum skotum, en hann var framlagshæstur í liði Bilbao í kvöld með 20 framlagsstig.

Tryggvi Snær og Bilbao hafa unnið alla fimm leiki fyrri hluta riðlakeppninnar og eru því öruggir áfram í aðra umferð keppninnar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -