spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi og Zaragoza máttu þola sitt fyrsta tap í ACB

Tryggvi og Zaragoza máttu þola sitt fyrsta tap í ACB

Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza máttu þola sitt fyrsta tap í deildarkeppni ACB deildarinnar á Spáni þegar liðið laut í lægra haldi gegn Burgos fyrr í dag, 54-75. Fyrir leik kvöldsins höfðu þeir unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni.

Á rúmum 26 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 5 stigum, 4 fráköstum og 3 stolnum boltum.

Næsti leikur Zaragoza í deildinni er gegn Martin Hermannssyni og félögum í Valencia þann 2. október.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -