spot_img
HomeFréttirTryggvi og Elvar leiða alla í keppninni í helstu tölfræðiþáttum

Tryggvi og Elvar leiða alla í keppninni í helstu tölfræðiþáttum

Þegar sjö leikir eru búnir hjá evrópsku liðunum 24 af undankeppni HM 2023 leiða leikmenn Íslands keppnina í nokkrum tölfræðiþáttum. Þegar þrír leikir eru eftir í undankeppninni er Elvar Már Friðriksson stigahæsti leikmaður mótsins að meðaltali í leik með 21.3 stig. Næstur honum kemur Thaddus McFadden frá Georgíu með 19.6 stig og Ludvig Hakanson frá Svíþjóð er með 19.3 stig að meðaltali í leik.

Miðherji Íslands Tryggvi Snær Hlinason leiðir tvo stóra flokka, fráköst, þar sem hann er með 10.3 í leik og varin skot, þar sem hann er með 2.7 að meðaltali í leik. Þá leiðir Tryggvi einnig alla leikmenn í framlagi að meðaltali í leik með 22.4, en annar er Tornike Shengelia frá Georgíu með 21.0 framlagsstig að meðaltali.

Hérna er tölfræði leikmanna í undankeppninni

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -