spot_img
HomeFréttirTryggvi framlagshæstur á mótinu eftir riðlakeppnina

Tryggvi framlagshæstur á mótinu eftir riðlakeppnina

Riðlakeppni evrópumóts U20 landsliða lauk í gær og hafa nú öll liðin leikið þrjá leiki á mótinu. Framundan er útsláttarkeppnin sem hefst á morgun kl 11:30 að íslenskum tíma. 

 

Tryggvi Snær Hlinason hefur farið mikinn á þessu evrópumóti og er framlagshæstur leikmanna á mótinu eftir riðlakeppnina. Hann er með 28,3 framlagsstig að meðaltali í leik en á eftir honum er Tamir Blatt frá Ísrael með 26,3. Blatt þessi er sonur David Blatt fyrrum þjálfara Cleveland Cavaliers og lék með Ísrael á æfingamóti fyrir stuttu. 

 

Ekki nóg með það heldur er leiðir Tryggvi Íslenska liðið í stigum, fráköstum og framlagsstigum eftir þessa leiki. Einungis Halldór Garðar Hermannsson leiðir einn tölfræðiþátt fyrir utan Tryggva og eru það stoðsendingar. 

 

Tryggvi er einnig með flest varin skot að meðaltali í leik eða 3,3 sem eru heilum meira en næsti maður sem er með 2,3. Þá er hann þriðji frákastahæsti leikmaður mótsins hingað til. Það má því með sanni segja að Tryggvi hafi heldur betur slegið í gegn hér í Grikklandi og verður gaman að fylgjast með honum í útsláttarkeppninni. 

 

Ísland leikur gegn Svíþjóð í 16 liða úrslitum mótsins á morgun (19. júlí) kl 11:30 að íslenskum tíma. Leikurinn er í beinni útsendingu á Youtube-rás FIBA. 

 

Fréttir
- Auglýsing -