spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi fær nýjan þjálfara - Sergio Hernandez tekur við Zaragoza

Tryggvi fær nýjan þjálfara – Sergio Hernandez tekur við Zaragoza

Sergio Hernandez er nýr þjálfari ACB og CL liðs Casademont Zaragoza á Spáni, en með liðinu leikur landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason. Kemur Hernandez í stað Diego Ocampo sem sagt var upp störfum í gær.

Hernandez er reynslumikill þjálfari frá Argentínu, en þar stjórnaði hann síðast landsliði þjóðarinnar frá árinu 2015. Þá var hann einnig þjálfari liðsins frá 2005-10, en með þeim hefur hann unnið fjölda marga titla.

Zaragoza hefur farið heldur brösulega af stað þetta tímabilið, eru í 14. sæti ACB deildarinnar með 2 sigra í fyrstu 8 leikjunum.

Fréttir
- Auglýsing -