spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi fær nýjan samning - Verður hjá Zaragosa til 2023

Tryggvi fær nýjan samning – Verður hjá Zaragosa til 2023

Tryggvi Snær Hlinason verður áfram með liði Casademont Zaragosa í spænsku ACB deildinni á komandi leiktíð. Tryggvi sem hefur leikið með Zaragosa síðustu tvö tímabil verður því afram hjá félaginu út árið 2023 en samningurinn er til tveggja ára.

Þessi 24 ára miðherji hefur heldur betur sprungið út hjá Xaragosa sen á síðustu leiktíð var hann með 7,3 stig og 4,8 fráköst að meðaltali í leik auk þess að vera með eina bestu skotnýtingu leikmanna í deildinni. Hann var valinn leikmaður 20. umferðar þegar hann var með 24 stig, 9 fráköst og 33 framlafsstig í sigri á Fuenlabrada.

Tryggvi lenti í gærkvöldi á Spáni eftir landsliðsverkefnið með Íslenska landsliðinu er liðið mætti Danmörku og Svartfjallalandi. Tryggvi var að vanda í lykilhlutverki er liðið tryggði sig áfram í næstu umferð undankeppni HM 2023 þar sem hann var með 15,8 stig og 9,4 fráköst að meðaltali í þessum fjórum leikjum.

Fyrir spænskumælandi má finna viðtal við Tryggva hér að neðan en óhætt er að segja að miðherjinn sé orðinn skrambi slunkinn í spænskunni. Jafnvel mætti halda því fram að hann sé besti Bárðdælingurinn í spænsku.

Fréttir
- Auglýsing -