spot_img
HomeFréttirTryggvi annar framlagshæsti leikmaður undankeppninnar

Tryggvi annar framlagshæsti leikmaður undankeppninnar

Ísland er komið langleiðina með að tryggja sig uppúr riðil sínum í undankeppni heimsmeistaramótsins 2023. Með tveimur góðum sigrum í vikunni gegn Lúxemborg og Kósovó er liðið efst í B riðil forkeppninnar með 3 sigra úr fyrstu 4 leikjunum.

Líkt og þjálfari liðsins Craig Pedersen tók fram eftir leikinn í gær hefur liðið nánast allt lagt mikið púkkið, þar sem að leikmenn þess hafa skipts á að bera hitann og þungann af sóknar- og varnarleik liðsins.

Enginn leikmannana hefur þó gert meira en miðherji liðsins og Casademont Zaragoza í spænsku ACB deildinni Tryggvi Snær Hlinason. Í þeim fjórum leikjum sem búnir eru hefur hann skilað 18 stigum, 12 fráköstum, stoðsendingu, stolnum bolta og 4 vörðum skotum að meðaltali í leik.

Jón Axel er 6. framlagshæsti leikmaður undenkeppninnar að meðaltali

Setja tölurnar Tryggva í annað sæti framlagshæstu leikmanna undankeppninnar, en aðeins Clancy Rugg hjá Lúxemborg er ofar. Næstur á lista íslensku leikmannana er bakvörðurinn Jón Axel Guðmundsson í því 6. Þar á eftir eru Ægir Þór Steinarsson í 11. og Hörður Axel Vilhjálmsson í 14.

Þá er Tryggvi sá þriðji stigahæsti að meðaltali í leik, en hann leiðir undankeppnina nokkuð örugglega bæði í fráköstum og vörðum skotum.

Fréttir
- Auglýsing -