spot_img
HomeFréttirTryggvi æfir hjá Phoenix Suns í dag

Tryggvi æfir hjá Phoenix Suns í dag

Eins og fram kom í gær hefur Tryggvi Snær Hlinason ákveðið að vera hluti af nýliðavali NBA deildarinnar þetta árið en einhverjir bjuggust við að hann myndi draga sig úr hópnum þetta árið og vera með á því næsta. Tryggvi er talin líklegur til að vera valinn í annari lotu nýliðavalsins í ár. 

 

Leikmenn í nýliðavalinu reyna að heilla liðin í deildinni fyrir sjálft valið á ýmsan hátt. Flestir æfa hjá nokkrum liðum og koma sér þannig á framfæri. Í dag var tilkynnt að Tryggvi Snær væri einn af tveimur leikmönnum sem Pheonix Suns væru að skoða. Hinn er Dusan Ristic frá Arizona háskólanum. 

 

Pheonix Suns eiga valrétt númer 31 og 59 í nýliðavalinu í ár auk þess sem liðið er auðvitað með fyrsta valrétt. Í gær kom fram á Twitter að Brooklyn Nets hafa fylgst vel með Tryggva á þessu tímabili. Það er því morgunljóst að Tryggvi er að vekja nokkra athygli og verður fróðlegt að fylgjast með honum fram að nýliðavalinu sem fer fram þann 21. júní næstkomandi. 

 

Fréttir
- Auglýsing -