spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi á leið frá Zaragoza - Bilbao næsti áfangastaður?

Tryggvi á leið frá Zaragoza – Bilbao næsti áfangastaður?

Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason mun yfirgefa herbúðir Zaragoza í sumar en þetta staðfestir Tryggvi á Instagram-síðu sinni.

Tryggvi hefur leikið með Zaragoza í ACB-deildinni frá árinu 2019 en hann kom til liðsins frá Valencia.

Spænskir miðlar orða Tryggva nú við lið Bilbao, sem endaði í 12. sæti ACB-deildarinnar á síðustu leiktíð. Ef sá orðrómur reynist réttur mun Tryggvi flytja sig um set til Baskalands.

Fréttir
- Auglýsing -