spot_img
HomeFréttirTryggja Haukar sætið í kvöld

Tryggja Haukar sætið í kvöld

Haukar geta tryggt sér sæti í Iceland Express-deild karla á næsta timabili í kvöld ef þeir leggja Val að velli í Vodafone-höllinni. Haukar leiða einvígi liðanna 1-0 en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer áfram. Haukar sem unnu fyrri leik liðanna afgerandi hafa þó aldrei unnið í Vodafone-höllinni.
Valsmenn munu leggja allt í sölurnar í kvöld til að tryggja sér oddaleik á fimmtudag á Ásvöllum en ef svo á að fara þarf spilamennska liðsins að batna töluvert.
 
Pallarnir verða án efa þétt settnir í kvöld í Vodafone-höllinni þegar þessi frændfélög keppa um laust sæti í úrvalsdeild karla.
 
Leikurinn hefst kl. 19:15.
 
Mynd: Haukar fagna sigri í viðureign liðanna á sunnudagskvöld
Fréttir
- Auglýsing -