spot_img
HomeFréttirTryggðu þér myndir af þínu liði á Eymundssonmótinu

Tryggðu þér myndir af þínu liði á Eymundssonmótinu

 
Um helgina fer Eymundssonmótið fram í Vesturbænum í DHL-Höll þeirra KR-inga. Mótið er fyrir krakka 10 ára og yngri en leikið er bæði á laugardag og sunnudag. Ljósmyndari Karfan.is, Tomasz Kolodziejski, mun mynda mótið í bak og fyrir og munu bæði foreldrar og forráðamenn eiga kost á því að eignast myndir af sínum liðum/iðkendum. 
Birt verða vegleg myndasöfn frá mótinu um helgina hér á Karfan.is þar sem áhugasamir geta sett sig í samband við Tomaz á tomasz@karfan.is og keypt stakar myndir eða heilu myndagallerýin af liðunum.
 
Gert er ráð fyrir því að stök mynd í fullri upplausn (til framköllunar) muni kosta kr. 200 stk og fleiri myndir og verð á þær verði eftir samkomulagi við ljósmyndara en leitast verður við að hafa verð í lágmarki svo sem flestir eigi kost á því að eignast mynd af sér eða sínum.
 
Góð mynd segir meira en 1000 orð!
 
Ljósmynd/ Frá Hópbílamóti Fjölnis í fyrra.
Fréttir
- Auglýsing -