Tryggvi Snær Hlinason og Evrópumeistarar Bilbao tryggðu sig áfram í aðra umferð FIBA Europe Cup í kvöld með gífurlega öruggum sigri gegn Kutaisi, 117-54.
Tryggvi Snær lék tæpar 7 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 5 stigum, 3 fráköstum, stoðsendingu og vörðu skoti.
Bilbao unnu því riðil sinn í fyrri umferðinni með fimm sigrum og aðeins einu tapi. Við tekur annar riðill í næstu umferð, en þar munu þeir leika gegn PAOK frá Grikklandi, Neftci frá Aserbædsjan og Szombathely frá Ungverjalandi.



