spot_img
HomeFréttirTryggðu sér sæti í úrslitakeppninni(Umfjöllun)

Tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni(Umfjöllun)

21:28

{mosimage}

Það var sannkallaður stórleikur sem fram fór á Ásvöllum í kvöld en þá mættust Haukar og Valur liðin í 4. og 5. sæti Iceland Express-deildar kvenna. Valsstelpur voru að elta Hauka og reyna komast í úrslitakeppnina. Til þess þurftu þær að vinna með 22 stiga mun til þess að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn var í járnum allan tímann þar sem hörkuvarnarleikur var í fararbroddi.

Molly Peterman opnaði leikinn með körfu fyrir Val en Haukar jöfnuðu og komust yfir 4-2 og voru með fjögurra stiga forskot 8-4 eftir þrjár mínútur. Þá tók Rob Hodgson þjálfari Vals og ræddi aðeins við leikmenn sína. Eftir það skiptust liðin á nokkrum stigum í stöðunni 11-7 ná Haukar góðu áhlaupi og skora 7 stig í röð og breyta stöðunni í 18-7 og skoraði Kiera Hardy fimm stig á þeim kafla. Haukar áttu í smá vandræðum með sóknina sína eftir þetta og skoruði næstu fimm stigin og staðan eftir 1. leikhluta var 18-12 heimastúlkum í vil.

{mosimage}

Annar leikhluti var fjörugur þó að stigaskor hafi verið lágt. Bæði lið skiptu yfir í svæðisvörn um tíma og hægði það enn frekar á leiknum. Bára Hálfdanardóttir fékk sína þriðju villu á fyrstu mínútu 2. leikhluta og skipti útaf. Hafdís Helgadóttir skoraði fyrstu stig leikhlutans af vítalínunni þegar hún setti bæði vítin sín. Eftir það skoruðu Haukar Næstu fjögur stig leiksins og staðan 22-14. Liðin skiptust á körfum næstu mínútur en í stöðunni 30-20 kom góður kafli hjá Val þar sem Lovísa Guðmundsdóttir, Molly Peterman, Signý Hermannsdóttir skora sjö stig fyrir Val og minnka muninn í þrjú stig 30-37. Á þessum kafla voru Haukar að pressa og nýttu Valsstúlkur sér það. Yngvi Gunnlaugsson þjálfari tók leikhlé og Haukar náðu að auka muninn á ný og fimm stigum frá Kiera Hardy og tveimur frá Kristrúnu Sigurjónsdóttur var staðan orðin 36-29 og var staðan þannig í hálfleik.

{mosimage}

Bæði lið hófu þriðja leikhluta á því að spila maður á mann vörn og jókst hraðinn á ný. Liðin skiptust á körfum og klúðra upplögðum færum. Valsmenn skiptu fljótlega yfir í svæðisvörn og náðu um leið góðum tökum á sóknarleik Haukakvenna. Haukar leiddu með 7 stigum 42-35 þegar Valsstúlkur byrjuðu að saxa muninn og jöfnuðu að lokum með þriggja-stiga körfu frá Tinnu Sigmundsdóttur en hún skoraði fimm af þessum níu stigum Vals. Næstu mínútur voru í járnum þar sem fá stig voru skoruð. Valur var með þriggja-stiga forskot fyrir lokaleikhlutann 48-51.

Tinna Sigmundsdóttir skoraði fyrstu körfu fjórða leikhluta en hún lék vel í seinni hálfleik. Haukar minnka muninn með þremur stigum frá Kristrúnu Sigurjónsdóttur en hún skoraði og fékk víti að auki. Lokamínúturnar voru Valsstúlur ávallt skrefi framar og Haukar eltu þær en þess að ná að komast yfir. Þær náðu að minnka muninn í þrjú stig 60-62 þegar um þrjár mínútur voru eftir. Nær komust Haukar ekki og skoruðu aðeins eitt stig það sem eftir var leiks og Valsstúlur fimm stig. Valsvörnin hélt í endann þar sem þær neyddu Hauka í að taka léleg skot og taka slakar ákarðanir. Lokatölur 61-67.

{mosimage}

Þrátt fyrir sigur þá eiga Valsstúlkur ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina en þær þurftu að vinna með 22 stiga mun til þess að halda í vonina. Þær léku mjög vel í seinni hálfleik en lögðu ekki mikla áherslu á að hleypa hraðanum upp.

Best hjá Val var Molly Peterman en hún skoraði 21 stig í leiknum. Tinna Sigmundsdóttir var einnig mjög góð og skoraði margar mikilvægar körfur þegar sóknarleikur Valsstúlkna var komin í þrot. Signý Hermannsdóttir var nálægt þrennunni en hún skoraði 9 stig, tók 15 fráköst og varði 9 skot.

{mosimage}

Hjá Haukum var fyrirliðinn Kristrún Sigurjónsdóttir lang best á báðum endum vallarins. Hún skoraði margar mikilvægar körfur og endaði með 24 stig. Keira Hardy var ískölt allan seinni hálfleikinn og átti í stökustu vandræðum.

Tölfræði

Myndir og umfjöllun: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -