spot_img
HomeFréttirTryggði Valur sætið í úrslitakeppninni?

Tryggði Valur sætið í úrslitakeppninni?

Valur vann í dag stóran og mikilvægan sigur á Keflavík í Domino´s deild kvenna. Kapparnir Torfi Magnússon og Hannes Birgir Hjálmarsson fylgdust með gangi mála í Vodafonehöllinni. Með sigrinum í dag náði Valur fjögurra stiga forystu á Hamar í 5. sæti deildarinnar, aldeilis mikilvægt í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.
Valur skorar fyrstu tvær körfurnar og kemst í 8-1 eftir 2 mínútur, Keflavík gengur illa að skora og Andy þjálfari tekur leikhlé þegar 6 mínútur eru eftir af leikhlutanum og staðan 10-4! Bæði liðin spila betur eftir leikhléð og boltinn gengur vel. Bæði lið setja næstu skot og staðan orðin 15-11 þegar 4 mínútur eru eftir. Sara Rún setur annan þristinn sinn í röð og minnkar muninn í eitt stig 15-14, Halldís smelli þristi í næstu sókn Vals þannig að munurinn er 5 stig þegar rúmar 3 eru eftir af fyrsta 19-14. Valur nær 9 stiga forystu þegar mínúta er eftir af fyrsta 23-14 en Keflavík svarar með 6 stigum og leikhlutanum líkur með 23-20 forystu Vals. Ragna Margrét leiðir Valsliðið með 6 stig og 4 fráköst en Sara Rún leiðir Keflavík með 12 stig. Athygli vekur að Keflavík hefur tekið umtalsvert færri tveggja stiga skot en Valur eða 9 á móti 19 í og 4 á móti 6 í þristum. Nýting á þristum heldur Keflavík inni í leiknum en þær hafa nýtt 3 af þessum 4!
 
Keflavík byrjar annan leikhluta með látum og skorar fyrstu sjö stig leikhlutans og ná forystu í fyrsta skipti í leiknum 23-27 eftir eina og hálfa mínútu! Valur nær þá að jafna 27-27 þegar rúmlega 3 mínútur eru liðnar af öðrum leikhluta. Þá skiptast liðin á körfum og þegar 3 mínútur eru til hálfleiks er staðan 34-31. Valsstelpurnar eru sterkari síðustu mínútur leikhlutans og ná 10 stiga forystu 45-35 í hálfleik! Skotnýting Valskvenna er ekkert til að hrópa húrra fyrir 39% en Keflavík er búið að tapa 17 boltum í fyrri hálfleik! Sara Rún er enn stigahæst hjá Keflavík með 12 stig en skoraði ekkert í öðrum leikhluta, Birna Valgarðs og Diamber Johnsson eru með 8 stig hvor og Birna komin með 8 fráköst. Hjá Val er Ragna Margrét stigahæst með 11 stig og nálgast tvöfalda tvennu með 9 fráköst, Anna Martin með 8 stig og 6 stoðsendingar og Unnur Lára með 8 stig.
Liðin skiptast á körfum í upphafi seinni hálfleiks og staðan 51-41 þegar 2 mínútur eru liðnar af þriðja leikhluta og 55-41 þegar 3.30 eru búnar en Valsstelpum eru mislagðar hendur í næstu sóknum og Keflavík minnkar muninn í 8 stig 55-17 þegar rúmar 5 mínútur eru eftir af þriðja. Munurinn helst í 8-10 stigum næstu mínutur eða þangað til Lovísa Falsdóttir setur þrist og minnkar muninn í 7 stig 59-52 þegar um 3.30 eru til fjórða leikhluta. Diamber setur tvö víti og minnkar muninn í 5 stig 59-54 og 3 mínútur eftir, liðin skiptast svo á körfum næstu mínútur, Valsstelpur ná síðan ágætu áhlaupi og auka muninn í 13 stig þegar rúm mínúta er eftir 69-56. Keflavík klórar aðeins í bakkann og minnkar muninn í 69-58 fyrir átökin í lokaleikhlutanum. Ragna mRgrét er löngu komin með tvöfalda tvennu 15 stig og 14 fráköst og Anna Martin með 22 stig og 6 stoðsendingar. Hjá Keflavík er Diambermeð 19 stig og 5 fráköst, Birna með 13 stig og 8 fráköst og Sara Rún með 14 stig og 4 fráköst.
Hvoru liðinu gegnur nokkuð að skora í upphafi fjórða leikhluta fyrstu stigin koma frá Önnu Martin af vítalínunni þegar 7.50 eru eftir. Pressuvörn Vals nær að trufla Keflavík og ákveðin vörn Keflavíkur truflar Valskonur og mikið um mistök fyrstu þrjár mínuturnar í lokaleikhlutanum. Lovísa Falsdóttir fær dæmda á sig tæknivillu fyrir mótmæli og Anna Martin setur tvö víti og síðan þrist í kjölfarið staðan allt í einu orðin 76-58 þegar 6.21 eru eftir og allt stefnir í sigur Vals. Diemaber skorar fyrstu stig Keflavíkur utan af velli þegar hún setur tvær körfur með stuttu millibili og minnkar muninn í 78-64 þegar 5 mínútur eru eftir af leiknum. Munurinn fer síðan í 21 stig eftir körfu og vítaskot hjá Önnu Martin 85-64 ekkert hefur gengið upp hjá Keflavík til þessa í fjórða leikhluta og vörn Vals hefur verið virkulega góð. Munurinn fer í 23- stig 87-64 en þá setur Sara Rún loks þrist i horninu og minnkar muninn í 20 stig á ný. Valsliðið heldur síðan uppteknum hætti og klárar leikinn með stæl og vinnur öruggan sigur gegn Keflavík. Vörn Vals var feiknasterk í síðari hálfleik sérstaklega í lokaleikhlutanum sem Valur vinnur 24-15 en tapaðir boltar hjá Keflavík voru alltof margir en liðið var með 32 tapaða bolta í leiknum gegn 14 hjá Val.
 
Stigahæst í liði Vals var Anna Martin með 34 stig (þa 26 í seinni hálfleik), 5 fráköst og 6 stoðsendingar og Ragna Margrét átti frábæran leik með 19 stig og 19 fráköst. Diamber Johnson var atkvæðamest hjá Keflavík með 27 stig og 8 frákös, Sara Rún setti 21 stig og 5 fráköst og Birna Valgarðs með 13 stig, 11 fráköst og 3 stoðsendingar.
 
 
Umfjöllun – Hannes Birgir Hjálmarsson
 
Fréttir
- Auglýsing -