spot_img
HomeFréttirTröllatvenna Hlyns dugði ekki til

Tröllatvenna Hlyns dugði ekki til

Sundsvall Dragons fengu 93-78 skell gegn LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Aðeins átta leikmenn Sundsvall voru á skýrslu í leiknum og vantaði bæði Jakob Örn Sigurðarson sem og Ægi Þór Steinarsson sem voru fjarverandi sökum meiðsla. 
 
 
Hlynur Bæringsson var með öfluga tvennu í liði Sundsvall, 21 stig og 19 fráköst en hann var einnig með 3 stoðsendingar, 2 stolna bolta og 2 varin skot sem gáfu honum 33 framlagsstig, mest allra sem spiluðu í leiknum hjá báðum liðum.
 
Þetta var annar tapleikur Drekanna í röð sem nú eru í 7. sæti deildarinnar með 6 sigra og 7 tapleiki.
 
Staðan í Svíþjóð
Nr Lag M V F P PG/MP PPM/MPPM Hemma V/F Borta V/F Hemma PPM/MPPM Borta PPM/MPPM Senaste 5 Senaste 10 I rad Hemma +/- i rad Borta +/- i rad JM
1. BOR 12 12 0 24 1147/1003 95.6/83.6 6/0 6/0 95.5/81.3 95.7/85.8 5/0 10/0 +12 +6 +6 3/0
2. SÖD 13 11 2 22 1189/987 91.5/75.9 8/0 3/2 93.5/71.4 88.2/83.2 4/1 8/2 +1 +8 -2 0/1
3. NOR 13 9 4 18 1065/943 81.9/72.5 7/0 2/4 84.7/68.1 78.7/77.7 3/2 7/3 -1 +7 -2 0/1
4. UPP 14 8
Fréttir
- Auglýsing -