spot_img
HomeFréttirTroðslukóngur Íslands frá Grindavík

Troðslukóngur Íslands frá Grindavík

19:36
{mosimage}

(Ólafur troðslumeistari) 

Hinn árlegi Stjörnudagur Körfuknattleikssambands Íslands fór fram í Sláturhúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í dag. Íslensku karla- og kvennalandsliðin mættu þá úrvalsliðum erlendra og íslenskra leikmanna. Frá þessu er greint á www.vf.is  

Úrvalsliðið hafði sigur í kvennaflokki 78-100 og höfðu þar nokkra yfirburði en landsliðið lék án tveggja sterkra leikmanna, þeirra Maríu Ben Erlingsdóttur og Helenu Sverrisdóttur en þær stunda nám í Bandaríkjunum. 

Í karlaflokki varð það landsliðið sem landaði naumum 137-136 sigri í leiknum sem fór fjörlega af stað þar sem landsliðið sýndi hverja glæsitroðsluna af annarri. 

Troðslukeppni fór svo fram í hálfleik á karlaleiknum þar sem Grindvíkingurinn öflugi Ólafur Ólafsson fór með sigur af hólmi en hann er sannur háloftafugl og klöppuðu áhorfendur honum óspart lof í lófa. Fyrir sigurinn í troðslukeppninni fékk Ólafur 100.000,- kr. í sinn hlut.

Frétt og mynd af www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -