Hörður Axel Vilhjálmsson gerði 4 stig og gaf 5 stoðsendingar í dag þegar Trikala CB Aries mátti fella sig við 79-66 ósigur á útivelli gegn Arkadikos í grísku úrvalsdeildinni.
Trikala á þrjá deildarleiki eftir af þessu tímabili en þar á bæ segir Hörður Axel að upphaflegt markmið hafi verið að halda sæti liðsins í deildinni. Trikala þarf einn sigur í þessum þremur leikjum til að halda sæti sínu í deildinni.
Mynd/ af Facebook-síðu Trikala – Hörður Axel í leik með Trikala gegn Panathinaikos.



