spot_img
HomeFréttirTreyjunar fyrir Eurobasket komnar í sölu - Málum Helsinki bláa

Treyjunar fyrir Eurobasket komnar í sölu – Málum Helsinki bláa

Íslenska landsliðið mun leika í nýrri treyju frá Errea á Eurobasket 2017. Nýji búningurinn er nokkuð frábrugðinn búningnum sem liðið lék í á síðasta evrópumóti. Þar sem að nú er nafn landsins sett fram á frummálinu, Ísland, en ekki eins og það var á ensku. Einnig hefur íslenska fánanum verið bætt við á búninginn.

 

Mikill fjöldi Íslendinga undirbýr sig nú fyrir ferðalag þar sem þeir munu fylgja íslenska liðinu á Evrópumótið í annað skipti í röð. Íslensku stuðningsmennirnir vöktu mikla athygli á síðasta móti en þá kvöttu leikmenn liðsins stuðningsmenn til að vera í treyjum liðsins og mála Berlín bláa. 

 

 

Nú á að leika sama leik en borgin í þetta skipti er Helsinki. Margar fyrirspurnir hafa borist karfan.is síðustu misseri um nýju treyjuna. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ sagði í samtali við síðuna: „Við hjá KKÍ höfum fundið fyrir mjög miklum ahuga fólks á öllum aldri sem vilja eignast nýja fallega landsliðsbúninginn okkar.“ 

 

Forsvarsmenn Errea sögðu í samtali við karfan.is að þeir finndu einnig fyrir miklum áhuga á nýju treyjunni. Fyrirtækið hóf samstarf við KKÍ fyrir Eurobasket 2015 en þar áður hafði fyrirtækið einnig verið í samstarfi við KKÍ árið 2002 til 2004. Á þeim árum hafi áhuginn og eftirspurnin eftir landsliðstreyjum Íslands verið lítill. Síðan á síðasta Evrópumóti hafi áhuginn aftur á móti aukist gríðarlega og væri körfuboltinn á Íslandi kominn á annað plan. 

 

Mynd/ Ólafur Þór Jónsson

 

Treyjan er komin í verslun Errea í Bæjarlind 14-16 í fullorðins og barnastærðum. Til að tryggja að íslenskir stuðningsmenn væru vel merktir og í réttum lit á Eurobasket hefur Errea einnig búið til stuðningstreyju. Treyjan hefur einnig verið vinsæl en stuðningsmenn hafa nú þegar byrjað að versla nýju treyjunar en einungis 15 dagar eru þangað til Ísland hefur leik gegn Grikklandi. 

 

 

Samkvæmt Errea var mikil áhersla lögð á að lækka verð á treyjunni frá þeirri síðustu en verðið á nýju treyjunni er 8.990 kr. Treyjan verður fáanleg í verslun og netverslun Errea, Jóa Útherja og að sjálfsögðu í Skagfirðingabúð. 

 

Íslenska landsliðið mun hefja leik á Eurobasket þann 31. ágúst gegn engum öðrum en Giannis Antetokounmpo og félögum í Grikklandi. Það er því kjörið tækifæri fyrir alla körfuboltaáhugamenn að tryggja sér bláu treyjuna fyrir mótið hvort sem það er til að skarta henni í Helsinki eða til að styðja liðið hér heima. 

 

Myndir af leikmönnum landsliðsins í búningnum má finna hér að neðan:

Myndir / Bára Dröfn – Úr æfingaleikjunum gegn Belgíu

Fréttir
- Auglýsing -