Miami Heat hafa gefið það út að treyja Shaquille Oneal mun fara í rjáfur American Airlines hallarinnar á næsta tímabili. Það mun því engin frá og með næsta tímabili getað klæðst treyju númer 32 þar í borg. Shaq var hluti af því liði sem vann titilinn stóra árið 2006 og það var þá fyrsti titill sem Miami hafði unnið. "Hann fór með lið okkar á næsta stig leiksins og er einn af þeim allra bestu sem hafa klæðst Miami treyjunni. Við erum stoltir að setja treyju hans við hlið manna eins og Tim Hardaway og Alonzo Mourning." sagði Pat Riley forseti Miami Heat liðsins.



