ÍR hefur samið við nýjan erlendan leikmann, Trey Hampton sem útskrifaðist frá Georgia State háskólanum 2010. Hampton lék með Tindastóli í úrvalsdeildinni á leiktíðinni 2011-2012 og var þá með 19,6 stig og 9,9 fráköst í leik. Hann lék síðast með úkraínska liðinu SC Kryvbas Kryvyi Rih og var þar með 11,7 stig og 4,8 fráköst að meðaltali í leik á tæplega 27 mínútum. 47,3% skotnýting, 2,5 stoðsendingar, 1,7 stolnir boltar og 1,5 varin skot.
Hampton er rétt rúmir 2 metrar á hæð og verður ætlað að spila fjarka eða fimmu fyrir Breiðholtsliðið.
Chris Gradnigo sem lék með ÍR í byrjun leiktíðar olli vonbrigðum fyrir ungt og óreynt liðið og hafði varla komist í top 10 í neinum tölfræðilið deildarinnar, með 13,4 stig; 9 fráköst og 15,2 í framlag.
Trey Hampton mun leika með ÍR í TM-höllinni í Keflavík gegn heimamönnum þar á fimmtudaginn nk.



