spot_img
HomeFréttirTrausti Eiríks: Mjög skrýtið að hita upp gestamegin

Trausti Eiríks: Mjög skrýtið að hita upp gestamegin

Trausti Eiríksson leikmaður ÍR átti fínan leik á sínum gamla heimavelli í kvöld og var með tvö stig og sex fráköst. ÍR sigraði Skallagrím 84-78 í Borgarnesi þar sem liðin skiptust á áhlaupum en forysta ÍR var aldrei í stórri hættu.

 

Karfan.is náði tali af Trausti eftir leikinn þar sem hann taldi að sýnir menn hefðu komið einbeitingarlausir til leiks en liðið lenti 11-2 undir í byrjun leiks.

 

 

„Við vorum með akveðið varnarafbrigði sem var ekki að virka til að byrja með, fengum eina hollí hú í andlitið og áttum erfitt með að skora hinu megin. Síðan um leið og við skoruðum fyrstu korfuna okkar komumst við i gang.“ sagði Trausti og bætti við:

 

„Skallagrímsliðið getur léttilega dottið í gang og skorað einhver 10 stig á mínútu, sérstaklega heima í Fjósinu. Það sem skóp þennan sigur fannst mér þó vera að við áttum fleiri góða kafla en slæma í þessum leik og tókst alltaf að halda Skallagrím aðeins fyrir aftan okkur. Við spiluðum fína liðsvörn lengst af og vorum búnir að kortleggja þá agætlega. Það er alltaf mjög erfitt að fara í Fjósið og við tökum því fagnandi að fara með 2 stig þaðan.“

 

Trausti er alinn upp hjá Skallagrím og hefur að mestu leiti spilað þar sinn feril fyrir utan eitt ár hjá Fjölni og þá fór hann til ÍR fyrir síðasta tímabil. Leikurinn í kvöld var hinsvegar fyrsti leikur hans gegn Skallagrím á ferlinum og viðurkenndi hann að það hefði verið nokkuð skrýtin tilfinning.

 

„Það er hvergi betra að spila en í Fjósinu. Viðurkenni að það var mjög skrýtið að hita upp gestamegin og vera sækja á "vitlausa" körfu til að byrja með. Síðan eftir að leikurinn er farinn af stað þá er þetta alveg eins og að spila þarna venjulega. Þetta var skemmtileg reynsla og hlakka til að spila aftur í Fjósinu sem fyrst.“

 

ÍR mætir Grindavík í Seljaskóla eftir viku og verður gaman að sjá hvort Trausti og félagar geti fylgt eftir þessum góða sigri.

 

Mynd / Tomasz Kolodziejski

 

Fréttir
- Auglýsing -