spot_img
HomeFréttirTracy vikið úr húsi eftir leik í Fjósinu

Tracy vikið úr húsi eftir leik í Fjósinu

Njarðvíkingar lögðu Skallagrím í Domino´s deild karla í gærkvöldi þegar liðin áttust við í Fjósinu í Borgarnesi. Hiti hljóp í Tracy Smith Jr. eftir leik sem átti eitthvað ósagt við dómara leiksins og fyrir vikið uppskar hann brottrekstrarvillu.
 
 
Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ kemur ekki saman fyrr en á þriðjudögum svo ef til banns kemur verður Tracy Smith löglegur með Skallagrím í stórleiknum gegn ÍR næsta mánudag en gæti misst af lokaumferðinni þegar Skallagrímur tekur á móti Tindastól í Borgarnesi.
 
Njarðvíkingar unnu leikinn í gærkvöldi 96-108 og fyrir vikið eru Borgnesingar enn á botni deildarinnar með 8 stig. Það dylst engum að lífið án Tracy í lokaumferðinni gæti orðið Skallagrím gríðarlega erfitt því kappinn skilar 25,5 stig og 12,7 fráköstum að jafnaði í leik.
 
Fái Tracy bann mun það taka gildi næsta fimmtudag, 12. mars, í lokaumferðinni en það verður að bíða niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar.
 
Mynd/ Ómar Örn – Tracy Smith Jr. í frákastabaráttunni gegn Njarðvík í gærkvöldi.
  
Fréttir
- Auglýsing -