spot_img
HomeFréttirTorsóttur sigur Valsmanna á Hetti

Torsóttur sigur Valsmanna á Hetti

Í kvöld hófst 7. umferð í Subway deild karla. Í Origohöllinni tók Valsmenn á móti Hetti frá Egilsstöðum. Bæði lið jöfn ásamt 5 öðrum liðum með 8 stig. Valsmenn unnu Haukana í ævintýralegum leik í síðustu umferð og Hattarmenn unnu góðan og sterkan sigur á móti Keflvíkingum. Valsmenn mættu til leiks án Kára og Kristó, Hjálmar er með eftir að hafa verið meiddur í síðasta leik.  Það leit ekki beint út að Valur myndi sigra þennan leik til að byrja með, en reynslan og seiglan höfðu það í lokin og Valur vann 80-69

Hattar menn mættu ákveðnir til leiks, David Ramos fór á kostum í sókninni og Hattarmenn bara nokkuð ákveðnir í vörninni.  Sóknarleikur Vals frekar striðbusalegur og Höttur leiddi sanngjarn 16-28 eftir fyrsta leikhluta.

Hattarmenn mættu mjög einbeittir í annan leikhluta, skoruðu 5 fyrstu stigin þegar Valur loksins svaraði. En þegar leikhlutinn var ekki hálfnaður neyddist Finnur að taka leikhlé, enda Valur 17 stigum undir.  Eitthvað kveikti það í Valsmönnum, eða allavega á Jefferson sem skoraði 15 Valsstig í röð. Höttur lét það samt ekki brjóta sig þótt það saxaðist á forskotið og leiddu í hálfleik með 10 stigum 42-52.

Valur hélt áfram sem frá var horfið og hélt áfram að saxa á forskotið, vörnin mun betri og Höttur var í vandræðum með að skora. Valsvélin byrjaði samt að hiksta þegar róteringin byrjaði. Jeffersson var enn sjóðheitur og þegar rúm mínúta var eftir jöfnuðu Valsmenn leikinn. Höttur náði þó aðeins að bæta sinn hlut og leiddu eftir 3 leikhluta 59-61.

Síðasti leikhlutinn byrjaði á hálfgerðum borðtennis, hraðar og ílla ígrundaðar sóknir á báða bóga lítil sem engin hittni. Þegar leikhlutinn var næstum hálfnaður skoruðu Valsmenn sex stig í röð og komust í 3 stiga forystu, þegar Viðar tók leikhlé.  Næstu mínútur voru bara þrælspennandi ekki kannski áferðafallegasti boltinn samt. Valur leiddi með tveimur stigum þegar 2.17 voru eftir. Montiero setti þá niður risastóran þrist og allt stefndi í heimasigur, sem varð raunin, Valsliðið sigldi þessu heim og vann 80-69

Langbestir hjá val voru Jeffersson með 30 stig, Kristinn Páls kom næstur með 23 stig. Hjá hetti var Buskey silkimjúkur með 16 sig og Ramos sem byrjaði geisivel einnig með 16 stig.

Næstu leikir þessara liða eru að Valsmenn heimsækja Álftanes og Höttur fær Stjörnuna í heimsókn, báðir þessir leikir verða 23. nóvember.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -