spot_img
HomeFréttirToronto Raptors - Hjakkað í sömu Hjólförum

Toronto Raptors – Hjakkað í sömu Hjólförum

Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.

 

 

Toronto Raptors

 

Heimavöllur: Air Canada Center

Þjálfari: Dwayne Casey

 

Helstu komur: CJ Miles, KJ McDaniels.

Helstu brottfarir: DeMarre Carroll, PJ Tucker, Corey Joseph.

 

Toronto hafa verið í kringum 50 sigrana undanfarin ár án þess þó að vera nokkur ógn við Cleveland Cavaliers, enginn hefur samt tekið fleiri sigra af Cavs í úrslitum austursins. Ég hugsa að svipað verði uppi á teningnum í ár, 50 sigrar eða svo og slegnir út í undanúrslitum austursins.

 

Styrkleikar liðsins eru einfaldir. Þar ber fyrst að nefna stjörnurnar þeirra tvær, þá Kyle Lowry og DeMar DeRozan. Báðir eru þeir stjörnuleikmenn sem hafa sannað að þeir geti tekið lið í 50 sigra og langt inn í úrslitakeppninni. Serge Ibaka getur enn skilað góðu verki og nýr leikmaður liðsins, CJ Miles er líklegur til þess að koma inn af krafti. Dwayne Casey er svo vanmetinn þjálfari sem hefur náð miklu út úr liðinu.

 

Veikleikar liðsins hafa hingað til verið þeir að þetta lið er of fyrirsjáanlegt í sínum sóknarleik til þess að ná langt í úrslitakeppninni. Einnig hafa þeir misst talsvert af breidd liðsins, vonandi fyrir þá þá kemur það ekki of mikið að sök.

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

Kyle Lowry
DeMar DeRozan
CJ Miles
Serge Ibaka
Jonas Valanciunas

 

 

Fylgstu með: Norman Powell átti flott tímabil í fyrra en er núna kominn með stóra framleningu á samninginn sinn. Eins gott að hann standi sig.

Gamlinginn: Serge Ibaka (28). Mér er alveg sama hvað stendur á pappírunum, Serge Ibaka er ekki 28 ára.

 

 

Spáin: 49–33 – 4. sæti   

 

 

15. Chicago Bulls

14. Brooklyn Nets

13. New York Knicks

12. Orlando Magic

11. Atlanta Hawks

10. Indiana Pacers

9. Philadelphia 76ers

8. Detroit Pistons

7. Charlotte Hornets

6. Miami Heat

5. Milwaukee Bucks

4. Toronto Raptors

3.

2.

1.

Fréttir
- Auglýsing -