spot_img
HomeFréttirTornike Shengelia mun leika 3 leiki á 4 dögum - Mætir Íslandi...

Tornike Shengelia mun leika 3 leiki á 4 dögum – Mætir Íslandi í Tíblisi í þeim síðasta

Leikmaður Georgíu Tornike Shengelia mun leika gegn Íslandi komandi sunnudag 26. febrúar í lokaleik liðanna í undankeppni HM 2023, en einhverjar vangaveltur höfðu verið með hvernig hann færi að, þar sem að lið hans í Bologna á Ítalíu á einnig mikilvægan leik komandi föstudag gegn Baskonia í EuroLeague.

Hérna eru fréttir af HM 2023

Samkvæmt vefmiðlinum BasketNews mun Tornike leika þrjá leiki á fjórum dögum. Þar sem hann mun bæði vera með Georgíu á fimmtudag í Hollandi og svo degi seinna gegn Baskonia á heimavelli Bologna á Ítalíu. Hann mun svo tveimur dögum seinna vera aftur með Georgíu í leiknum gegn Íslandi.

https://www.karfan.is/2023/02/hvad-tharf-island-ad-gera-til-thess-ad-tryggja-sig-a-lokamot-hm-2023/

Landsleikirnir tveir sem Georgía leikur í þessum lokaglugga eru ekki minna mikilvægir fyrir þá heldur en Ísland, þar sem að líkt og Ísland, hefur liðið aldrei áður náð að tryggja sig inn á lokamót HM. Fyrir leikinn eru liðin jöfn með 4 sigra í 3.-4. sæti riðilsins. Georgía er þó skör ofar í 3. sætinu vegna þriggja stiga sigurs síns í Laugardalshöllinni þann 11. nóvember síðastliðinn, 85-88.

Í þeim leik átti Tornike líklega eina af betri frammistöðum sem leikmaður hefur átt gegn Íslandi í Laugardalshöllinni, skilaði 27 stigum, 11 fráköstum og 4 stoðsendingum á tæpum 33 mínútum spiluðum.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -