spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTöpuðu með minnsta mun mögulegum

Töpuðu með minnsta mun mögulegum

Orri Gunnarsson og svanirnir frá Gmunden máttu þola tap með minnsta mun mögulegum gegn Flyers Wels í austurísku úrvalsdeildinni í dag, 81-80.

Á tæpum 30 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Orri 11 stigum og 4 fráköstum, en hann var næst framlagshæstur í liði Gmunden í leiknum.

Gmunden eru eftir leikinn í 3. sæti efri hluta deildarinnar með 21 sigur og 9 töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -